Hljómsveitin Hringstríóið frá Siglufirði ( Haukur Orri, Ómar Hauks og Steini Píta ), eru meðal þeirra tónlistarmanna sem ætla að leika fyrir gesti á Fiskisúpukvöldinu á Dalvík í kvöld.

Á annað hundrað fjölskyldur taka þátt í Fiskisúpukvöldinu víðs vegar um bæinn, þar sem verður flaggað, stuð og stemming. Tveir logandi kyndlar einkenna þá staði sem boðið er upp á Fiskisúpuna miklu.

Lifandi tónlist verður á mörgum súpustöðunum.

 

Forsíðumynd: Andri Hrannar Einarsson