Félagarnir í Hr. Eydís eru gjarnan með föstudagslag. Nýliðinn föstudag var það lagið If I Could Turn Back Time með hinni mögnuðu og síungu Cher.

“Það kom eiginlega engin önnur íslensk söngkona til greina í verkið en Bryndís Ásmunds og við náðum að plata hana til að líta við í hljóðstofuna okkar þegar hún var á ferð um höfuðborgina með Tinu Turner tónleikasýningu sína. Já, Bryndís bregður sér auðveldlega líka í gervi Cher, enda eru þær stöllur báðar með miklar raddir.”

En að laginu sem er alveg á mörkunum að teljast ´80s lag. Það kom út árið 1989 og varð mjög vinsælt, ekki síst fyrir þær sakir að laginu fylgdi myndband sem þótti heldur betur djarft á þeim tíma. MTV þorði ekki að spila það fyrr en eftir kl. 21 á kvöldin þegar börnin voru sofnuð. Lagið var tekið upp á orrustuskipinu USS Missourisama skipi og Japanir höfðu gefist upp fyrir Bandamönnum í síðari heimsstyrjöld. En Cher birtist á dekkinu frekar djarflega klædd og sjóliðarnir allir um borð hreinlega trylltust.

Cher hafði reyndar ekki mikla trú á laginu í byrjun og hreinlega hataði það. Diane Warren lagahöfundur þurfti að grátbiðja og suða í Cher um að syngja það þar til Cher gafst upp og lét til leiðast. Hún ætlaði þó að hætta við þegar í hljóðverið var komið en þá brá Warren á það ráð að leggjast ofan á annan fótin á Cher og halda henni fastri. Cher á þá að hafa öskrað á Warren, „Fuck you bitch, you´re hurting my leg! Ok, I´ll try it“. Magnað alveg því fljótlega eftir að Cher byrjaði að syngja lagið glotti hún til Warren með svip sem sagði óumdeilanlega, „You where right!“.

Já Diane Warren hafði rétt fyrir sér, lagið smellpassaði Cher og þaut upp vinsældalistana og er í dag eitt af þekktari lögum Cher.

Hlekkur á nýjasta 80´s lagið: https://youtu.be/0Ykbzq0_HFs

Rás hljómsveitarinnar á Youtube: https://www.youtube.com/@eydisband

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)

TikTok: eydisband


Aðsent


Myndbandið umdeilda: