Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 94/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormhreinsa dýr sín árlega.
Dagana 8. og 9. nóvember 2021 mun Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar annast hunda- og kattahreinsun í Dalvíkurbyggð, en hreinsunin er innifalin í leyfisgjaldi.
Hundahreinsun verður mánudaginn 8. nóvember milli 16-18
Kattahreinsun verður þriðjudaginn 9. nóvember milli 16-18
Staðsetning: Í Áhaldahúsi við Sandskeið
Þar sem eindagi á leyfisgjöldum er 20. nóvember nk. þá setjum við ekki skilyrði á að búið sé að greiða gjaldið við komu en leggjum í staðinn traust okkar á að hunda- og kattaeigendur í sveitarfélaginu greiði gjaldið þó að hreinsun hafi átt sér stað.