Fasteignamiðlun kynnir eignina Ægisbyggð 20, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4419 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Ægisbyggð 20 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4419, birt stærð 125.0 fm.
Nánari upplýsingar um eignina og myndir má sjá á vefsíðu Fasteignamiðlunar.
Um er að ræða einbýlishús á einni hæð sem liggur við Ólafsfjarðarvatn. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, búri, stofu, baðherbergi, þremur svefnherbergjum, þvottahúsi og geymslulofti. Búið er að mála eldhúsinnréttingu og skipta um parket sem er fljótandi yfir eignina utan votrýma. Mjög rúmgóður steyptur pallur er aftan við eignina með heitum potti og gleri í timbur skjólvegg með útsýni yfir vatnið. Húsið er húseiningahús sem þýðir að allur burður eignarinnar er í þaki og því inniveggir lausir sem auðveldar breytingar. Hiti er í bílastæði og steyptum palli út í garði.
Eigninni hefur verið vel við haldið í gegnum árin. Leyfi er fyrir bílskúr á lóð.
Forstofa: er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús: er með rúmgóðri eldhúsinnréttingu sem hefur verið máluð grá og flísum á gólfi. Borðkrókur er í eldhúsi.
Búr: er inn af eldhúsi með góðu hilluplássi og opnalegum glugga.
Stofa: er mjög rúmgóð með góðu gluggaplássi og parket á gólfi.
Baðherbergi: er rúmgott með flísum í hólf og gólf. Hvít innrétting með efri og neðri skápum, frístandandi sturtuklefi, salerni og vask.
Svefnherbergi: eru þrjú með parket á gólfi. Eitt af þeim er með rúmgóðum fataskáp og útgang út á pall.
Þvottahús: er mjög rúmgott með sérinngang.
