Hækkun grunnfjárhæðar húsnæðisbóta, sem tók gildi í júní síðastliðnum, hefur aukið ráðstöfunartekjur bótaþega, sem eru nú þær mestu í þrjú ár. Tekjur bótaþega eru þó enn lægri að raungildi en þær voru á tímabilinu 2017-2019. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið úr Leiguskrá.
Húsnæðisbætur hafa aldrei verið hærri
Líkt og HMS hefur áður greint frá hækkaði grunnfjárhæð húsnæðisbóta um fjórðung í júníbyrjun og nema þær nú að hámarki rúmum 50 þúsund krónum á mánuði fyrir einstaklinga og tæpum 100 þúsund krónum á mánuði fyrir sex manna fjölskyldur. Hægt er að sækja um húsnæðisbætur með því að smella á þennan hlekk.
Meðalgreiðslur húsnæðisbóta hafa aldrei verið hærri frá því að þær voru settar á í ársbyrjun 2017, jafnvel þótt tekið sé tillit til verðbólgu. Líkt og sjá má á mynd hér að neðan voru bæturnar 52.700 krónur í júlímánuði, en þær hafa oftast verið um 40 til 45 þúsund krónur að meðaltali á núverandi verðlagi.
Sjá nánar: HÉR
Mynd og heimild/ hms.is