Slökkvilið Fjallabyggðar heimsótti nemendur í 3. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á dögunum og fór með þeim yfir mikilvægi brunavarna á heimilum. Í heimsókninni kynntust börnin meðal annars sögunum um Möggu Messí og Orra Óstöðvandi sem nýttar eru til að miðla fræðslu á aðgengilegan og skemmtilegan hátt.

Slökkviliðsmenn áttu gott og líflegt samtal við nemendurna sem sýndu greinilega að þau voru vel upplýst um hvernig brunavarnir eiga að vera og hvers vegna þær skipta máli í daglegu lífi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ámunda Gunnarsson slökkviliðsmann fræða börnin um brunavarnir heimilisins.

Mynd: facebook / Slökkvilið Fjallabyggðar