Flytja skal hunda sem farangur eða frakt. Ekki er gerð krafa um fylgdarmann. Mikilvægt er að sjá til þess að flutningsbúr uppfylli skilyrði og að öll nauðsynleg gögn fylgi hundinum.
Flutningsbúrið skal uppfylla IATA kröfur og vera nógu stórt til þess að hundurinn geti staðið í því, legið og snúið sér við. Búrið á að vera úr hörðu efni sem ekki getur fallið saman og sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa. Ef ekki er hægt að þrífa og sótthreinsa búrið verður því fargað að loknum innflutningi. Mjúk búr eða hundatöskur eru ekki leyfilegar. Nánar má sjá um kröfur til flutningsbúra fyrir gæludýr í reglugerð nr. 80/2016 um velferð gæludýra.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja hundinum til Íslands (í umslagi sem límt er á búrið)
- Innflutningsleyfi (má vera afrit)
- Frumrit heilbrigðis- og upprunavottorðs (D1/D2)
- Frumrit (eða staðfest afrit) rannsóknarskýrslu vegna hundaæðismótefnamælingar
- Frumrit (eða staðfest afrit) rannsóknarskýrslu annarra rannsókna (B.canis, Leishmania spp. A.vasorum ef við á)
Innflutningseftirlit
Við komu til Keflavíkurflugvallar eru hundar fluttir rakleiðis í móttökustöð gæludýra þar sem innflutningseftirlit fer fram. Eftirlitið felst í því að sannreyna örmerkisnúmer hundsins, að öll tilskilin gögn fylgi hundinum og að hann hafi ekki augljós einkenni smitsjúkdóms. Komi upp athugasemdir við innflutningseftirlit er haft samband við innflytjanda símleiðis. Að loknu innflutningseftirliti er hundurinn afhentur flutningsaðila viðkomandi einangrunarstöðvar sem flytur hann í einangrunarstöð.
Tollskýrsla
Hafi eigandi átt dýrið skemur en 12 mánuði ber honum að greiða virðisaukaskatt af kaupverði dýrsins við innflutning. Innflytjendum er skylt að leggja fram tollskýrslu hjá tollstjóra, þ.á.m. vörureikning þar sem fram koma upplýsingar um nöfn og heimili seljanda og kaupanda, útgáfustað og dag og hvenær sala fór fram. Ganga skal frá greiðslu áður en dýrið er útskrifað úr einangrun. Vinsamlegast hafið samband við Miðlun hjá Icelandair Cargo ehf. í tollskyrsla@icelandaircargo.is. Hafi innflytjandi átt dýrið lengur en 12 mánuði gæti hann þurft að leggja fram gögn því til staðfestingar.
Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum til að flytja hund til landsins. Ef eitthvað er óljóst er hægt að ræða við okkur í gegnum netspjallið neðst til hægri á mast.is. Netspjallið er opið/birt alla virka daga frá kl 9-12 og 13-15. Auk þess má senda fyrirspurnir með tölvupósti til petimport@mast.is
Vegna upplýsinga um flutning/flug hunda milli landa þá skal leita til flugfélaga sem flytja dýr. Matvælastofnun hefur ekki slíkar upplýsingar. Minnt er á að að leyfilegur komutími er kl. 6-17 á fyrirfram ákveðnum komutímum einangrunarstöðvanna.
Óheimilt að flytja dýr til Íslands í farþegarýmum flugvéla
1. Kanna útflutningsland og skilyrði
2. Kanna hvort hundategundin sé heimil
5. Tryggja að heilbrigðiskröfur séu uppfylltar
6. Reiknivél – innflutningsáætlun – hvenær á að gera hvað?
![Reiknivél vegna innflutnings hunda og katta Reiknivél vegna innflutnings hunda og katta](https://www.mast.is/static/files/myndir/dyraheilbrigdi/reiknivel-innflutningur-hunda-katta-4.png)
7. Gera ráðstafanir vegna flutnings til Íslands
8. Senda gögn til MAST 5-10 dögum fyrir innflutning
Algengustu ástæður þess að innflutningsgögn eru ekki samþykkt
Annar innflutningur
Hundasæði – djúpfryst eða kælt