Lögreglan á Norðurlandi vestra póstaði eftirfarandi skilaboðum á facebook síðu sinni.
“Nú fara jólahlaðborðin að detta í gang sem og ýmsir viðburðir tengdir jólahátíðinni. Við vitum að oft er áfengi haft um hönd og minnum því á að ólöglegt er að keyra undir áhrifum áfengis.
Eftir einn, ei aki neinn! Það á alltaf við, reddum okkur fari eða sleppum því að smakka áfengi ef við getum ekki gengið heim.
Ef þú verður var við ölvunarakstur, hringdu þá í 112 og tilkynntu”.

Mynd/pixabay