Arion banki á stórt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn þjóðarinnar. Í útibúi bankans á Ólafsfirði – sem nýlega var lokað – voru uppi nokkur verk úr þessu safni, sem mörg tengjast svæðinu sérstaklega. Meðal verkanna er vatnslitaverk eftir Þorvald Þorsteinsson af húsi sem stóð áður á lóðinni þar sem útibú bankans var í Ólafsfirði, og fallegt málverk eftir Kristinn G. Jóhannsson. Einnig er um að ræða verk eftir Immu, Ingibjörgu Einarsdóttur frá Ólafsfirði.

Það er ósk Arion banka að þessi verk fái að vera áfram á svæðinu og því þótti tilvalið að gefa þau til Listasafns Fjallabyggðar, þar sem þau halda vonandi áfram að gleðja heimamenn og gesti.

Oddgeir Reynisson útibússtjóri Arionbanka í Fjallabyggð afhenti verkin í listasal Fjallabyggðar í dag, þar sem Linda Lea Bogadóttir Markaðs- og menningarfulltrúi tók við gjafabréfi þess efnis.

Verkin sem um ræðir eru þessi:

Kristinn G. Jóhannsson (1936) – Án titils, 1968 – olía á striga – art_10357

 

Kristinn G. Jóhannsson (1936) – Án titils – vaxlitur á pappír – art_10358

 

Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) – Kirkjuvegur 2 (Willahús), 1988 – vatnslitur á pappír – art_10359

 

Imma (Ingibjörg Einarsdóttir) (1930) – Án titils (2verk) – olía á rekavið – art_10365 / art_10366

 

Imma (Ingibjörg Einarsdóttir) (1930) – Án titils, 1991 – olía á rekavið – art_10364

 

Imma (Ingibjörg Einarsdóttir) (1930) – Án titils, 1994 – olía á striga – art_10361

 

Ljósmyndir og texti: Gunnar Smári Helgason