Veturinn hefur gert vart við sig á Siglufirði og nú er hvítt yfir allt sem litið er. Sólin lætur á sér standa í þessum heimshorni og hverfur hún frá bænum nú í nóvember þegar há fjöllin varpa yfir hann löngum skugga. Þá hefjast rúmir tveir mánuðir án beinnar sólar, sem hefur mótað bæði daglegt líf og árstíðartengda stemmningu Siglfirðinga í gegnum tíðina.
Samkvæmt upplýsingum á vedur.is um sólargang á Íslandi var birting í gær klukkan 08:54 um morgunin á Siglufirði, sólris klukkan 10:01 og myrkur klukkan 17:06. Þrátt fyrir að geislar sólar nái ekki yfir fjallatoppana fær bærinn þó milda vetrarbirtu sem gefur landslaginu sérstakan og kyrrlátan blæ.
Með fylgja fallegar ljósmyndir sem Vilmundur Ægir Eðvarðsson tók um klukkan 14:00 í gær og fanga þær þá vetrarstemmningu sem nú ríkir á Siglufirði.








Myndir/Vilmundur Ægir Eðvarðsson



