Hagstofa Íslands hefur gefið út íbúafjölda eftir sveitarfélögum þann 1. desember 2025.
Íbúum í Fjallabyggð hefur fjölgað um 12 íbúa frá 1. desember 2024 til 1. desember 2025 og nemur fjölgunin 0.6% á milli ára.
Þann 1. des 2024 voru 2.005 íbúar búsettir í sveitarfélaginu, 1. des. 2025 voru þeir 2.017. Þann 1. desember 2023 voru íbúar Fjallabyggðar 2.010 þannig að íbúafjöldi er fremur stöðugur.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.111 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. desember 2025 og íbúum Hafnarfjarðar fjölgaði á sama tímabili um 995 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 226 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 322 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 577 íbúa.
Fjölgar hlutfallslega mest í Fljótsdalshreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum í Fljótsdalshreppi fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2024 um 18% en íbúum þar fjölgaði um 18 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða um 14,9%. Af 62 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 13 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 49 sveitarfélögum.
Grindavík
Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 516 á tímabilinu eða um 36,6%.




