Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók úr neysluvatnstanki á Hofsósi innihélt talsvert magn E coli gerla eða 140/100ml. Því er íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn fyrst um sinn.

Unnið er að úrbótum í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og verða íbúar látnir vita þegar ástandið lagast.

Mengunin er rakin til bilunar á geislatæki og er vonast til að viðgerð á því ljúki sem fyrst.

Skagafjarðarveitur harma þetta ástand og biðjast velvirðingar á óþægindunum.

Mynd/Trölli.is