Íbúum í Húnaþingi vestra hefur fækkað um 14 íbúa frá 1. des 2022.
Þann 1. apríl 2023 voru 1.245 íbúar búsettir í sveitarfélaginu, 1. des. 2022 voru þeir 1.259 og nemur fækkunin 1.1 %.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.450 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. apríl 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 221 íbúa og eru nú yfir 40.000 íbúar í Kópavogsbæ. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 91 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 594 íbúa og í Hafnarfjarðarkaupstað fjölgaði um 199 íbúa frá 1.desemeber 2022 til 1. apríl 2023.
Fjölgar hlutfallslega mest í Eyja- og Miklaholtshreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum í Eyja- og Miklaholtshreppi fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2022 um 5,2% en íbúum þar fjölgaði um 6 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Skorradalshreppi eða 5,2% en þar fjölgaði íbúum um 3 einstaklinga frá 1. desember 2022. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 15 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 49 sveitarfélögum.
Fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum
Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022.
Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 2,4% sem er fjölgun um 742 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 3.582 frá 1. desember 2022 til. 1. apríl 2023 sem er um 0,9%.
Heimild/Hagstofa Íslands