Sveitarfélagið Skagafjörður vill minna íbúa á að huga að snyrtingu gróðurs sem nær út fyrir lóðamörk, sérstaklega þar sem trjágreinar og runnar teygja sig út á gangstéttir og götur. Slíkur gróður getur hindrað örugga umferð gangandi vegfarenda og torveldað snjómokstur yfir vetrartímann, auk þess sem hætta er á skemmdum á vélbúnaði.
Við hvetjum eigendur lóða til að sinna þessum verkum sem fyrst. Ef gróður er ekki snyrtur innan skynsamlegs frests, mun sveitarfélagið grípa til aðgerða og framkvæma snyrtingu á kostnað eiganda, í samræmi við reglugerðir.
Tökum höndum saman um að halda umhverfinu snyrtilegu og öruggu fyrir alla segir á vefsíðu Skagafjarðar.
