Þann 30. nóvember sl. tóku Bjarni Guðmundsson og Ida Semey við lyklunum að Námuvegi 8, þar sem áður var Skiltagerð Norðurlands.
Á facebooksíðu Idu setti hún inn eftirfarandi færslu í dag “Flestir héldu að nú ætluðum við að setjast í helgan stein en við erum en eldhress og hugsum til framtíðar.
Við erum að sjálfsögðu með ýmsar hugmyndir og plön um hvaða starfsemi eigi að vera í húsinu, spurningin er hins vegar hvað hentar best í þessu stóra rými og hvað hentar þeim og nærsamfélaginu. Þetta er gríðastórt rými sem býður upp á mjög margt en fyrst og fremst ætlum við að fegra og betrumbæta húsinu á næstu mánuðum. Við viljum huga að verðmætasköpun og nýta tækifærin sem húsið ýður upp á.
Hvað verður ofan á af öllum þessum hugmyndum verður bara að koma í ljós en við ætlum að leyfa þessu að þróast í rólegheitum.
En þú/þið megið endilega koma með hugmyndir, hver veit nema það verði af því”.
Trölli óskar þeim Bjarna og Idu velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.