Í gær föstudaginn 16. ágúst var endurbættur vefur Grunnskóla Fjallabyggðar opnaður. Um er að ræða uppfærslu á vefumsjónarkerfi Moya og um leið hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á útliti, virkni og skipulagi vefsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og nokkuð af nýju efni bætt við og verður þeirri vinnu haldið áfram jafnt og þétt.

Markmiðið með nýjum og bættum vef er að gera hann enn notendavænni og skilvirkari en áður hefur verið. Leitast var eftir að setja vinsælar leitarleiðir fremst til að auðvelda notendum aðgang að því efni sem mest er sótt. Vefurinn verður áfram fyrst og fremst þjónustu- og upplýsingavefur fyrir íbúa.

Vefurinn mun laga sig að mismunandi skjástærðum og tækjum (responsive web design). Útlit er hannað og stílað fyrir þrjár gerðir af tækjum, snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur. Útlit aðlagast á milli þessara þriggja gerða og innihald fylgir skjástærð sjálfvirkt þannig að vefur mun alltaf líta vel út og passa í snjalltæki.

Slóðin á heimasíðu grunnskólans er: https://grunnskoli.fjallabyggd.is