Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.

Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.

Bent er á hjáleið um Tröllaskaga.

Næstu upplýsingar munu koma kl. 19:00 segir á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Staðsetning slyssins í Öxna­dal. Kort/​map.is

Forsíðumynd/skjáskot af vefsíðu Vegagerðarinnar