Sundlaugar í Varamhlíð og Sauðárkróki verða lokaðar um helgina. Sundlaugin á Hofsósi verður opin áfram.

Um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar. Áframhaldandi frostaspá er framundan og verður staðan varðandi lokanir endurmetin í samræmi við það.

Íbúar eru hvattir til að spara heitt vatn eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspottum og plönum sem nota ekki affallsvatn.

Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda. 

Mynd/skagafjordur.is