Ingvar Valgeirsson & Swizz voru að senda frá sér lagið Taktu mig með. 

Lagið segir sögu af manni sem rekst á geimveru á förnum vegi og ákveður að sníkja far með verunni til fjarlægra sólkerfa á vit ævintýranna.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13 – 15.

Ópusinn var saminn um miðja nótt nýlega þegar Ingvar var heima í sóttkví, andvaka, óhress og hundleiður á kófinu. Sveitin dreif sig svo í Stúdíó Bambus og skellti laginu inn í hvelli.

Sveitina skipa:
Ingvar Valgeirsson (söngur, gítarar),
Kristinn Gallagher (bassi),
Helgi Víkingsson (trommur). 
Einnig leikur Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og Eva Björnsdóttir syngur bakraddir.

Lagið var sem fyrr segir tekið upp í Stúdíó Bambus í Garðabæ og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptöku og hljóðblöndun. Mastering var svo í höndum Sigurdórs Guðmundssonar hjá Skonrokk Studios í Danaveldi.