Ingibjörg Friðriksdóttir sem gengur undir listamannsnafninu Inki hefur gefið út nýtt lag.
Lagið heitir Silverlight.

Um lagið segir Ingibjörg:

Ég er ekki trúuð, en ég trúi samt á líf eftir dauðan. Kannski er það óskhyggja að trúa á einhverskonar áframhaldandi tengingu við manneskju sem að ég sakna. Mín tenging er í gegnum tunglið, sem ég geri mér fyllilega grein fyrir að hljómar óþarflega hippalega. En það veitir mér ró að hugsa að við horfum enn á sama tunglið.

Silverlight er mjög persónulegt lag, og þess vegna vefst það fyrir mér að tala um það.  Hvert einasta orð í textanum er hlaðið merkingu, en textinn hefst á orðunum „You left nothing but a lonesome memory“ sem er tilvitnun í síðustu línuna laginu Í fjarlægð „Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.“

Lagið sjálft er samt ekki beint sorglegt, ég myndi frekar lýsa því sem tregafullu. Nóg af krafti, en ég er mikill aðdáandi góðs bassa og þungar trommur höfða til mín, sem svona hrisstir hlustandan. Það er því nauðsynlegt að hlusta á lagið í góðum græjum og hækka vel.

Silverlight er síðasta singúl útgáfan af plötunni Thoughts Midsentence, sem kemur út 3.maí. Ég mun fagna þeirri útgáfu með tónleikum sama dag í Tjarnarbíói. Á tónleikunum verður frumflutt videoverk eftir stafrænamyndlistarmanninn Owen Hidnley, en ásamt mér verða á sviðinu trommuleikari, hljómborð og strengir. 

Lagið á Spotify.