Innbakað nautahakk
- 500 g nautahakk
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk salt
- 3 msk tómatpuré
- 1 tsk sambal oelek
- 1 tsk oregano
- 2 dl rifinn ostur
- 2 plötur smjördeig
- 1 egg
- 1 msk smjör
- timjan
Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk. Steikið laukana ásamt nautahakki í smjöri. Bætið salti, tómatpuré, sambal oelek og oregano saman við. Látið blönduna kólna.
Rúllið smjördeigsplötunum út og leggið aðra plötuna á smjörpappír. Setjið nautahakksblönduna ofan á smjördeigsplötuna og stráið osti yfir.
Leggið seinni smjördeigsplötuna yfir og lokið fyrir endana. Penslið með eggi og stráið timjani yfir.
Bakið við 200° í 25 mínútur. Berið fram með salati.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit