Í dag laugardaginn 23. nóvember fagnar Tónlistarskóli Húnaþings vestra 50 ára starfsafmæli.

Vegleg dagskrá er í tilefni af þessum tímamótum og hefst hún kl. 16:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Flutt verða ávörp ásamt tónlistaratriðum fyrrverandi og núverandi nemenda og kennara tónlistarskólans.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Mynd: Tónlistaskóli Húnaþings vestra