Útvarpsstöðin FM Trölli næst um heim allan eins og flestir ættu að vita.

Í nýliðinni viku barst skeyti frá hlustanda í Stokkhólmi, sem notaði vefsíðuna radio.garden til að hlusta á Trölla.

Albin Renlund, býr þar í borg með unnustu sinni og langaði til að kynnast íslenskri tónlist. Hann fann FM Trölla á radio.garden og hælir stöðinni fyrir áhugaverða flytjendur og segist klárlega þurfa að hlusta meira.

Albin, sem er 28 ára gamall leggur stund á tónlist með vini sínum frá Birmingham, og sendi okkur nýtt lag sem þeir voru að gefa út.

Lagið sem er í nútíma stíl nefnist “Stor I Orden” or er flutt á sænsku. Það verður aðgengilegt á Spotify þann 6. september.