Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (bringum, lundum, bitum og vængjum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerinu 019-20-16-1-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Holta og Kjörfugl
  • Vörutegund: Ferskar bringur, lundir, bitar og vængir
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01
  • Dreifing: Verslanir Iceland, Hagkaupa og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri geta skilað vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.