Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf það út fyrir skömmu að nú hefur hringvegi verið lokað við Jökulsá á Fjöllum vegna aukinnar óvissu og upplýsinga frá vísindamönnum um breytingar á hegðun árinnar.

Lokunarpóstar eru á Hringvegi, við Kröfluafleggjara að vestan og vestan við Vopnafjarðarafleggjara að austan.

Allri umferð um Mývatnsöræfi er því beint um norðausturströndina, Húsavík, Þórshöfn og Vopnafjörð.

Ekkert verður ákveðið með opnun vegarins í bráð.

Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra