Leikskóli Fjallabyggðar fær jákvæða heildareinkunn – markvissar umbætur í farvatninu

Heildarniðurstaða innra mats skólaársins 2024–2025 sýnir traust gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Af 21 matsþætti teljast 43% til mikilla styrkleika (A) og 57% til flokksins B, þar sem styrkleikar vega þyngra en veikleikar. Viðmið sveitarfélagsins mælast að mestu í B og A.

Helstu styrkleikar

  • Líðan og daglegt starf barna: ánægja barna mælist 95% og hefðir/menning og félagsleg samskipti eru sterk.
  • Námsumhverfi: vinnubrögð 92,5%, félagsleg samskipti 98% og þátttaka án aðgreiningar 98%.
  • Upphaf og lok leikskólagöngu: leikskólabyrjun og flutningur milli skólastiga 100%; milli deilda 95,6%.
  • Starfsandi og fagmennska: starfsfólk lýsir stolti af starfi, þekkir stefnu og áherslur skólans og finnur fyrir faglegum metnaði; stuðningur frá yfirmönnum er góður.
  • Foreldrasamstarf – tengsl: 96,8% telja tengsl við starfsfólk góð og 87,5% meta ­samskipti heimilis og skóla jákvæð.

Helstu áskoranir

  • Upplýsingagjöf til foreldra: 75,4% – þarf að efla; fyrirmyndir og námskrá þarf að kynna skýrar (78,9%).
  • Stjórnunarfyrirkomulag: fundaframkvæmd og eftirfylgni brást að hluta vegna manneklu; ekki tókst að ljúka öllum starfsþróunarsamtölum.
  • Sérþarfir í mataræði: 16,2% telja þörfum mætt – þar eru tækifæri til úrbóta.
  • Foreldraráð: ekki nægilega virkt; gera þarf skýra fundaáætlun og birta fundagerðir reglulega.
  • Innra mat: betur þarf að fylgja umbótaáætlun eftir milli funda og festa langtímaáætlun í sessi.
  • Starfsandi milli deilda: þörf á meiri samræmingu og samstarfi þvert á starfsstöðvar.

Aðgerðir skólaársins 2025–2026 (úr umbótaáætlun)

  • Festa í sessi fundaáætlanir (deildir, deildarstjórar, stjórnendur og foreldraráð) og skrá eftirfylgni.
  • Halda starfsþróunarsamtöl tvisvar á ári og endurskoða skólanámskrá.
  • Efla upplýsingagjöf til foreldra, kynna markvissar stefnu og námskrá og fá foreldra/foreldraráð að endurskoðun námskrár.
  • Kenna börnum að setja sér markmið, skýra markmið útikennslu og tengja þau grunnþáttum menntunar.
  • Efla starfsþróun og samstarf milli deilda; vinna með hópefli.
  • Uppfæra langtímaáætlun innra mats og tímasetja reglubundna yfirferð umbóta.

Niðurstaða
Leikskóli Fjallabyggðar stendur vel í lykilþáttum gæðastarfs og sýnir stöðuga framþróun. Skýr umbótaáætlun miðar að því að treysta stjórnun, bæta upplýsingagjöf til foreldra, efla samstarf og festa innra mat enn frekar í sessi – með markmið um að sem flestir þættir nái A-flokki á komandi skólaári.

Sjá skýrsluna í heild sinni: HÉR