Íris Hauksdóttir ráðin í starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Íris Hauksdóttir
Þann 26. febrúar síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um auglýst starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa á fjármála- og stjórnsýslusviði. Alls bárust 21 umsókn um starfið.
Af þeim umsækjendum sem sóttu um starfið hefur Íris Hauksdóttir verið ráðin.
Íris er með B. Sc. próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Íris hefur töluverða reynslu af þjónustustörfum, upplýsingagjöf, kynningarmálum og þekkingu á opinberri stjórnsýslu úr störfum sínum hjá Landsbankanum, Einingu- Iðju, sem sviðsstjóri húsnæðissviðs hjá Háskólanum á Bifröst og úr þátttöku sinni í nefndarstörfum og sveitarstjórnarmálum í Dalvíkurbyggð.