Ísbaka með bourbon karamellu

Skel:

  • 375 g digestive kex
  • 75 g mjúkt smjör
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 50 g rjómasúkkulaði

Fylling:

  • 1 líter kaffiís

Toppur:

  • 300 g síróp (Lyle´s golden syrup)
  • 100 g ljós muscovado sykur (ég notaði 35 g ljósan púðursykur og 65 g venjulegan púðursykur)
  • 75 g smjör
  • 1/4 tsk maldon salt
  • 2 msk bourbon (ég notaði 1 msk)
  • 125 ml rjómi

Setjið hráefnin í skelina í matvinnsluvél og vinnið saman. Þrýstið deginu í botn og meðfram hliðum á bökumóti. Reynið að hafa hliðarnar háar, helst aðeins upp fyrir kanntinn á mótinu. Frystið í um klukkutíma til að botninn verði alveg harður.

Látið ísinn mýkjast í ískáp þar til hægt er að breiða honum í skelina. Passið að mýkja hann ekki of mikið, hann á ekki að bráðna. Breiðið ísnum í harða skelina. Setjið plastfilmu yfir og frystið.

Setjið smjör, síróp, salt og sykur í pott og látið bráðna yfir miðlungshita. Hækkið hitann og sjóðið í 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum, bætið  bourbon í hann (það mun krauma í blöndunni við þetta). Bætið rjómanum í pottinn og hrærið öllu vel saman.

Látið karamelluna kólna áður en hún er sett yfir ísinn. Þegar karamellan hefur kólnað er henni hellt yfir ísinn þannig að hún hylji hann og að því loknu er bakan sett aftur í frystinn. Þegar karamellan er frosin er plastfilma sett yfir og geymt þannig í frystinum þar til bakan er borin fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit