Alls voru 48.951 íslenskir ríkisborgarar með skráð lögheimili erlendis þann 1. desember sl. Flestir voru skráðir í Danmörku eða alls 11.590 einstaklingar. Næst flestir eða 9.278 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 8.933 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili.
62,1% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum.
Dreifing Íslendinga erlendis
Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 100 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2022.
Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Þetta eru löndin Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Íran, Kenía, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama og Sómalía.
Sjá nánar á vefsíðu Þjóðskrár.