Hinir árlegu Bjórleikar Seguls 67 vor haldnir laugardaginn 2. ágúst á Siglufirði.

Keppnin hófst kl. 15:30 á Vetrarbraut sem var lokuð fyrir umferð á meðan leikarnir stóðu yfir á þríbrautinni.

Brautin var auðveld og skemmtileg, tekinn var tími hjá keppendum því það var um tímabraut að ræða. Sá sem var fljótastur vann.

Eins og sjá má á myndböndum og myndum sem Andri Hrannar Einarsson tók skemmtu bæði keppendur og áhorfendur sér konunglega.

Þeir sem unnu í leikunum voru:

1. Halldór Logi Hilmarsson, hann vann einnig 2019
2. Arnar Geir Ásgeirsson
3. Birgir Hrafn Sæmundsson
4. Jóhann Örn Guðbrandsson

Ekki var formlega skráð kvennadeild, en Eyrún Sif Skúladóttir hlaut verðlaun fyrir vasklega framgöngu.

Forsvarsmenn Bjórleikanna vilja koma þakklæti til áhorfenda og þátttakenda fyrir að virða fjarlægðarmörk og spritta sig.

Þau stefna á að setja meiri púður í bjórleikana á næsta ári.
Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri

Myndbönd og myndir: Andri Hrannar Einarsson.