Jóhanna Guðrún gaf út nýtt lag í vikunni. Lagið heitir Best í heimi og syngur dóttir Jóhönnu með henni í laginu. Halldór Gunnar Pálsson sá um útsetningar og upptökustjórn. Bragi Valdimar Skúlason samdi textann.
Lagið er komið í spilun á FM Trölla.
Einnig er komið út tónlistarmyndband við lagið. Vikram Pradhan leikstýrði myndbandinu.
Myndbandið og lagið má finna hér: https://johannagudrun.lnk.to/Best-i-heimi
Jóhanna : „Við Margrét höfum átt yndislegar stundir þarna í sveitinni í gegnum árin svo að þetta var fullkomin staðsetning til að skjóta myndbandið, áttum svo æðislegan dag þarna sem ég er svo ótrúlega þakklát fyrir og ennþá sérstakara að hafa fest á filmu.“
Þegar Bragi Valdimar sendi okkur textann þá vissi ég að þetta yrði eitthvað alveg sérstakt fyrir okkur mæðgurnar. Ég held að allir foreldrar geti tengt við þennan texta “Þessi tími með þér, bestur í heimi er”
Margrét er búin að standa sig eins og fagmaður frá fyrstu sekúndu. Það sem að mér þykir svo fallegt við hennar aðkomu er að það kemur allt svo innilega frá hjartanu sem hún gerir.
Ég sem mamma hennar er ótrúlega þakklát fyrir þessar upptökur og þessa minningu sem við getum báðar verið svo stoltar af.
Ég vildi taka myndbandið upp í Borgarfirðinum þar sem að ég á svo margar fallegar minningar úr æsku. Vinur pabba míns og fjölskylda hans eiga og reka fallegan sveitabæ sem að við fengum að láni fyrir upptökurnar. Okkur þótti sú hugmynd fanga vel tilfinninguna í laginu.
Halldór Gunnar Pálsson sá um upptökustjórn og útsetningu lagsins, hann er alltaf jafn frábær í því sem hann gerir og við vinnum ótrúlega vel saman.
Lagið á Spotify