Jóhanna Seljan er hálfur Reyðfirðingur og hálfur Mývetningur.
Hún var að gefa út sína fyrstu sólóplötu sem fengið hefur nafnið Seljan. Lögin eru níu talsins, átta frumsamin og eitt tökulag sem heitir Vetur og er með Helga og Hljóðfæraleikurunum.
Með útgáfu þessarar plötu er 12 ára gamall draumur Jóhönnu orðinn að veruleika. Tónlistin er fjölbreytt en á henni má finna hina ýmsu tónlistarstíla.
Platan er tekin upp í apríl í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði og á henni koma fram:
Söngur og raddir: Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir
Bakraddir: Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, Rebekka Rán Egilsdóttir, Þórunn Hyrna Víkingsdóttir
Trommur: Birgir Baldursson
Bassi: Jón Hafliði Sigurjónsson
Gítar: Jón Hilmar Kárason
Hljómborð og píanó: Kjartan Valdemarsson
Skúli Bragi Geirdal tók viðtal við Jóhönnu sem birtist á N4 og má sjá hér: