Undanfarin ár hafa fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sent hlýjar kveðjur til vina, viðskiptavina, vandamanna og hlustenda FM Trölla, og heldur sú fallega hefð áfram þessi jól og áramót.

Í dag, nýársdag verða kveðjurnar lesnar upp í heild sinni í síðasta skipti kl. 13:00.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com.