Andri Hrannar Einarsson

Undralandið í umsjá Andra Hrannars Einarssonar fellur niður að minnsta kosti í dag vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Stúdíó 2 er í Maspalomas á Gran Canaria þar sem Andri Hrannar býr hluta úr ári. Verið að taka lagnakerfið í gegn með tilheyrandi hávaða, sem er það mikill í dag að Andri Hrannar heyrir ekki einu sinni í sjálfum sér.

Undralandið fer í loftið um leið og loftpressan þagnar.