Í vikunni fór fram jólaæfing Slökkviliðs Fjallabyggðar og jafnframt sú síðasta á árinu 2024.
Á facebooksíðu Slökkviliðs Fjallabyggðar segir.
“Á æfingunni fórum við í grunninn í okkar starfi sem eru samskipti og samspil. Reykkafarar fóru saman í pörum og leystu verkefni eins og að lita mynd, mála piparkökur, pakka inn pakka eftir leiðbeiningum annarra, “blindaðir”, og að “gefa í skóinn” án þess að nokkurt hljóð mundi heyrast.
Eins og sjá má á myndum hér að neðan þá gekk þetta framúrskarandi vel þrátt fyrir að annar reykkafarinn sá ekki neitt og hafi þurft að fá leiðbeiningar um hvernig átti að leysa verkefnið.
Æfing sem þessi þjálfar slökkviliðsmenn sérstaklega í samskiptum og fínhreyfingum. Æfingin var stórskemmtileg og sýndi jafnframt keppinsskap í okkar fólki.
Stig voru gefin fyrir hversu langan tíma tók að leysa verkefnið og svo fyrir fagurfræði”.
Sjá myndir: Hér
Forsíðumynd/Slökkvilið Fjallabyggðar