Árið 2019 kom út jólalagið sem ber heitið: „Jólabærinn minn“.
Lagið er í spilun á útvarpsstöðinni FM Trölla.

Höfundur lagsins er Ólafsfirðingurinn geðþekki Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, TÁT, en Magnús útsetti lagið sjálfur, annaðist undirleik og hljóðritaði. Ída Irené Oddsdóttir syngur.

Textann samdi systir Magnúsar, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir. Hljóðblöndun annaðist Gunnar Smári Helgason

Hér má hlusta á lagið og skoða fallegar jólamyndir frá Ólafsfirði á meðan.

Árið 2021 kom út annað jólalag frá Magnúsi og má hlusta á það í þessari frétt.