Hið árlega jólahappdrætti Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er nú hafið og eru vinningarnir í ár hver öðrum glæsilegri. Útdráttur fer fram föstudaginn 19. desember klukkan 10.00 og því er um að gera að hafa hraðar hendur.

Verðið er óbreytt frá fyrri árum. Einn miði kostar 2.000 krónur en þrír miðar fást á 5.000 krónur. Með þátttöku geta stuðningsmenn freistað gæfunnar og um leið stutt við bakið á félaginu á þessum annasama tíma árs.

Hægt er að nálgast miða hjá leikmönnum KF eða á Facebook-síðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Fylgjast má með sömu síðu á næstunni þar sem félagið mun birta vinningsskrá mjög fljótlega.

Mynd: facebook / Knattspyrnufélag Fjallabyggðar