Út er komin önnur prentun á jólakveri sem Þórarinn Hannesson gaf út árið 2013. Kverið sást á metsölulistum það ár, eða árið eftir, en hefur verið ófáanlegt í tvö ár eða svo. Því var ákveðið að fara í aðra prentun núna á dögunum og er það komið í verslanir. Einnig er hægt að panta það hjá Þórarni Hannessyni.
Í kverinu yrkir hann um ýmislegt sem tengist jóunum. s.s. smákökubaksturinn, jólatréð, skötuna, þrettándann, Grýlu og nokkur af börnum hennar sem tengjast Vestfjörðum.
Þetta er allt hefðbundinn kveðskapur og nokkuð í ætt við hið vinsæla jólakver Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, sem flestir þekkja. Mágkona Þórarins, Marsibil Kristjánsdóttir, listakona frá Þingeyri, myndskreytti af stakri snilld. Marsibil var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2009 og Þórarinn Hannesson bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2013.
Forsíðumynd: Þórarinn Hannesson