Sigríður bæjarstjóri Fjallabyggðar kíkti við í Iðjuna á Siglufirði á dögunum.
Þar var gleðileg jólastemning, verið að baka jólasmákökur, föndra, búa til jólaskraut og jólavörur og söngurinn ómaði um allt hús.
Hjá Iðjunni er hægt að kaupa ýmislegt sem ratað gæti í jólapakkann eða heim í stofu nú fyrir jólin.
Íbúar og gestir eru hvattir til að kíkja við og njóta jólaandans sem þar ríkir.