Tónlistarmaðurinn Jón Ingiberg frá Dalseli hefur gefið út sína aðra sólóplötu – Tíminn og vonin – sem inniheldur 11 lög og texta eftir hann sjálfan. Þetta er fyrsta plata hans á íslensku, en fyrri platan, All The Way To Santa Fe, kom út árið 2014 undir listamannsnafninu Uncle John jr.

Platan var hljóðrituð í The Henhouse Studio í Nashville, Tennessee, í október 2024 og kom út 8. júlí 2025. Meðal laga á plötunni eru „Fljótin“ og „Heim á Siglufjörð“ – það síðara tileinkar Jón öllum Siglfirðingum, byggt á 8mm myndefni sem faðir hans, Jónsteinn Jónsson, tók á árunum 1967–1975. Myndbandið má sjá á YouTube.

Upptökumenn og hljóðfæraleikarar:

  • Jón Ingiberg: gítar og söngur
  • Þorleifur Gaukur Davíðsson: munnharpa, gítar, fetilgítar
  • Nat Smith: selló, gítar, píanó, mandólín, pumpuorgel
  • Evan Windsor: bassi
  • Sam Palermo: trommur
  • Chris Gelb: trommur
  • Lilja Björk Runólfsdóttir: söngur

Útsetningar og upptökustjórn: Þorleifur Gaukur Davíðsson
Hljóðritun: Lake Wilkinson
Hljóðblöndun: Lake Wilkinson
Hljómjöfnun: Nicholas Pelerson
Hönnun: Jón Ingibergjoningiberg.com
Lag og texti: Jón Ingiberg frá Dalseli


Streymistenglar: