Jónína Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri við leik- og grunnskólann Árskógarskóla og mun hefja störf 1. ágúst 2018.

 

Jónína Garðarsdóttir skólastjóri

Jónína Garðarsdóttir er leik- og grunnskólakennari að grunnmennt með framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum og MA gráðu í sérkennslu. Jónína hefur starfað að skólamálum allt frá árinu 1996 og hefur meðal annars unnið sem leiðbeinandi, umsjónar-, faggreina- og/eða sérkennari og þá hefur hún einnig sinnt stuðningi og ráðgjöf við nemendur, kennara og foreldra.

Frétt: dalvikurbyggd.is
Mynd úr einkasafni