Einar Sveinbjörnsson þreytist ekki á að benda á þýðingu sjávarihtans fyrir meðalhita mánaða eða árstíða hér á landi.

Meðalhitinn í Reykjavík í nýliðnum mánuði var 1,1 stigi undir meðallagi (1991-2020) og 1,4 stigi undir á Akureyri.

Rakst á þessi tvö kort á netinu. segir Einar á facebooksíðu sinni. Það fyrra sýnir áætlað frávik sjávarhita í júní. Fremur kaldur sjór hér við land. Takið líka eftir miklum hlýjum frávikum í yfirborðssjónum á Atlantshafinu á stóru hafsvæði austur af Nýfundnalandi. Ýtir undir að þarna hefur verið ríkjandi háþrýstisvæði og sólgeislun. Mögulega er því hita linsan efst, sk. hitaskiptalag sumars tiltölulega grunnt. Athyglisvert frávik engu að síður.

Seinna kortið er frá júní 2010 með greinilega hlýjum frávikum í sjávarhitanum hér við land. Sá mánuður var einn sá hlýjasti júní sem um getur hér á landi. M.a. í Stykkishólmi með samanburð aftur til til 1845. Í Reykjavík jíní 2010: 11,4°C í stað 8,7°C nú (2024). Fleira kom vitanlega við sögu þá en sjávarhitinn einn og sér, s.s. hagstæðir vindar og þurr svörður (lítil úrkoma).

Þessi gagnaveita er frá NOAA. Sumar aðrar sýna heldur hlýrri sjó vestur af landinu þessar vikurnar, en á móti mun kaldari austur undan. Dálítið misvísandi – sakna þess að vera ekki enn kominn með niðurstöður vorleiðangurs Hafró, þar sem ástandið í efstu lögum sjávar var kortlagt með beinum mælingum.

Mynd/Trölli.is