Þann 17. janúar s.l. gaf Kári Egils út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sem heitir My Static World.
Lagið nefnist Midnight Sky.

Hljóðfæraleikarar á Midnight Sky:

Kári Egilsson: Píanó, Söngur
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Albert Finnbogason: Bassi, gítar, hljóðgervill, kassagítar, rafgítar

Kári Egilsson. Mynd: Saga Sig

Um Kára:

Kári Egilsson er fæddur 2002. Hann byrjaði að læra á píanó sjö ára gamall. Hann er mjög fjölhæfur tónlistarmaður, leikur jöfnum höndum djass, klassík og popp.

Kári er nemandi við Berklee tónlistarháskólann í Boston og hlaut veglegan styrk til að stunda nám þar.

Hann er handhafi hvatningarverðlauna bandaríska ASCAP fyrir unga lagahöfunda.

Kári var valinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.

Forsíðumynd: Umslag plötunnar My Static World. Teikning: Didda Flygenring.

Aðsent