Æfingar hjá Karlakór Fjallabyggðar hefjast mánudaginn 19. janúar 2026 klukkan 17.00 í tónskólanum á Siglufirði. Þar með hefst nýtt starfsár hjá kórnum sem stefnir á fjölbreytta dagskrá fram á vor.
Nýir söngmenn eru að venju hjartanlega velkomnir og er sérstaklega hvatt til þess að áhugasamir láti slag standa. Kórinn leggur jafnt upp úr sönggleði og góðum félagsskap og hefur um árabil verið fastur liður í menningarlífi Fjallabyggðar. Þar gefst tækifæri til að rækta röddina, kynnast nýju fólki og taka þátt í sameiginlegu tónlistarstarfi.
Fram undan eru reglulegar æfingar og verkefni sem miða að því að efla kórinn áfram, bæði tónlistarlega og félagslega. Allir sem hafa áhuga á karlakórssöng eru hvattir til að mæta á fyrstu æfingu og kynna sér starfið. Stjórnandi Karlakórs Fjallabyggðar er Edda Björk Jónsdóttir.
Mynd: Frá 25 ára afmælistónleikum Karlakórs Fjallabyggðar í Siglufjarðarkirkju í apríl í fyrra.
