Fyrsta æfing vetrarins hjá Karlakór Fjallabyggðar verður í dag, mánudaginn 29. september, í Tónskólanum á Siglufirði. Æfingin hefst klukkan 17:00 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Kórinn leitar nú að nýjum meðlimum og býðst körlum í Fjallabyggð og nærsveitum tækifæri til að taka þátt í lifandi söngstarfi þar sem menn njóta félagsskapar og fallegra tóna.
Nánari upplýsingar veitir Smári í síma 843-0011 eða á netfangið kor@kkf.is.




