Karrýgrýta með grænmeti og linsubaunum
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- 1 sæt kartafla
- 1/2 msk karrý
- 2 dl rauðar linsubaunir
- 2 dósir kókosmjólk (400 ml. hvor)
- 2 grænmetisteningar
- 3-5 dl vatn
- 1 lítill blómkálshaus
- steinselja eða kóriander (má sleppa)
- salt og pipar
- þurrristaðar kasjúhnetur til að setja yfir réttinn (má sleppa)
Afhýðið of hakkið lauk, hvítlauk og sætu kartöfluna. Mýkið í olíu ásamt karrý og linsubaunum í rúmgóðum potti. Hrærið vel í pottinum á meðan svo ekkert brennið við. Hellið kókosmjólk og vatni yfir og bætið grænmetisteningunum saman við. Látið sjóða undir loki í 10 mínútur. Skerið blómkálið í bita og bætið í pottinn. Látið sjóða áfram í um 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Stráið steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit