KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 22 aðilar styrki, alls 4,25 milljónir króna.

  • Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, til að koma upp skúlptúrgarði við Alþýðuhúsið á Siglufirði
  • Umskiptingar, til að setja upp brúðuleikhúsið “Töfrabækurnar”
  • Menningarhúsið Berg, til sýningarhalds “Myndlist í Bergi”
  • Safnasafnið, Alþýðulist Íslands, til að halda “Búningardag”
  • Jón Haukur Unnarsson, til að halda fjöllistahátíðina “Mannfólkið breytist í slím”
  • Flóra menningarhús, til kaupa á tækjum fyrir hljómflutning í húsinu
  • Rósa María Stefánsdóttir, til að halda tónleikana “Ástarsæla” fyrir alla sem vilja rækta ástina
  • Sesselía Ólafs, til að halda tónlistaruppistandið “Móðir, kona, meyja”
  • Kristjana Arngrímsdóttir, til að halda útgáfutónleika “Ég hitti þig”
  • Alexander Edelstein, til að hljóðrita píanóverk eftir Beethoven og Schumann
  • Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, til tónleikahalds
  • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, til að auka þjónustu við krabbameinssjúka og aðstandendur
  • Grófin Geðrækt, til kaupa á skjá, til að nota við kynningar, fræðslu og námskeiðahalds
  • Dominique Gyða Sigrúnardóttir, vegna vinnusmiðju eldri borgara Dalvíkurbyggðar
  • Félag eldri borgara Siglufirði, til að setja upp púttvöll fyrir eldri borgara
  • AkureyrarAkademían, til að halda fræðandi fyrirlestra á hjúkrunar-og öldrunarheimilum
  • Arfur Akureyrarbæjar, til að halda erindi um húsvernd og endurnýtingu mannvirkja
  • Sigfús Ólafur Helgason fyrir hönd fyrrum sjómanna Útgerarfélags Akureyringa, til að smíða líkan af fimm fyrstu skuttogurum Útgerðarfélags Akureyringa
  • Hraðið miðstöð nýsköpunar, til kaupa á saumavél í Fablabið á Húsavík
  • Hælið, setur um sögu berklanna, til að bjóða 6. bekkingum á norðurlandi í heimsókn
  • Rebekka Kristín Garðarsdóttir, til að koma upp merktum hlaupaleiðum í Kjarnaskógi
  • Árný Þóra Ármannsdóttir, til að gera rannsókn um aðgengi fatlaðra að háskólanámi

Í flokki Íþróttastyrkja hlutu 21 aðilar styrki, samtals 17 milljónir króna.

  • Íþróttafélagið Þór
  • Knattspyrnufélag Akureyrar
  • KA/Þór handbolti kvennaráð
  • Þór/KA kvennaknattspyrna
  • Fimleikafélag Akureyrar
  • Golfklúbbur Akureyrar
  • Skautafélag Akureyrar
  • Skíðafélag AKureyrar
  • Hestamannafélagið Léttir
  • Hjólreiðafélag Akureyrar
  • Íþróttafélagið Akur
  • Sundfélagið Óðinn
  • Ungmennafélagið Samherjar
  • Dalvík/Reynir – Knattspyrndudeild m.fl. karla
  • Meistaraflokkur kvenna Dalvik/Reynir
  • Sundfélagið Rán
  • Skíðafélag Dalvíkur
  • Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
  • Skíðafélag Ólafsfjarðar
  • Íþróttafélagið Völsungur
  • Íþróttafélagið Magni

Í flokki ungra afreksmanna hlutu 17 aðilar styrk, samtals 3,4 milljónir króna.

  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, golf
  • Anna María Alfreðsdóttir, bogfimi
  • Aron Bjarki Kristjánsson , blak/knattspyrna
  • Birnir Vagn Finnsson, frjálsar íþróttir
  • Eva Wium Elíasdóttir, körfubolti
  • Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, listskautar
  • Veigar Heiðarsson, golf
  • Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir, dans
  • Skarphéðinn Ívar Einarsson, handbolti
  • Sunneva Kjartansdóttir, dans
  • Torfi Jóhann Sveinsson, skíði alpagreinar
  • Björn Andri Sigfússon, hjólreiðar
  • Lydía Gunnþórsdóttir, handbolti
  • Sonja Lí Kristinsdóttir, skíði alpagreinar
  • Valdimar Logi Sævarsson, kattspyrna
  • Arnór Darri Kristinsson, hestaíþróttir
  • Markús Orri Óskarsson, skák

Mynd/KEA