Kjötbollur með fetaosti í rjómasósu – uppskrift fyrir 4-5
- 500 g nautahakk
- 5 msk rifið brauð
- 1/2 dl mjólk
- 1 tsk season salt
- smá pipar
- 150-200 g fetaostur
- rjómi
- kálfakraftur
- sojasósa
- rifsberjahlaup
Blandið nautahakki, brauðraspi, mjólk, kryddi og fetaosti saman og rúllið í bollur. Steikið bollurnar í smjöri. Takið bollurnar af pönnunni og látið suðuna koma upp. Smakkið til með kálfakrafti (kalvfond), sojasósu og rifsberjahlaupi. Setjið bollurnar í sósuna og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Berið fram með kartöflum og salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit



