Gyros kryddblanda:
- 2 msk cummin
- 2 msk paprika
- 2 msk oregano
- 1 msk hvítlaukskrydd
- 1/2 tsk kanil
- 1/2 tsk salt
- chillí eftir smekk
Blandið öllu saman.
Kjúklinga gyros:
- 900 g kjúklingabringur
- gyroskryddblandan (uppskriftin passar fyrir 900 g af kjúklingi)
- 1/2 dl ólífuolía
- safi frá 1/2 sítrónu
Skerið kjúklinginn í strimla og setjið í hreinan plastpoka. Bætið kryddblöndunni, olíu og sítrónusafa saman við. Lokið pokanum og blandið öllu vel saman. Ef þáð gefst tími þá er gott að láta kjúklinginn liggja aðeins í marineringunni (þó ekki nauðsynlegt). Steikið kjúklinginn á heitri pönnu.
Berið fram í pítabrauði með grænmeti og hvítlaukssósu, pítusósu eða tzatziki. Það er líka gott að sleppa brauðinu og bera kjúklinginn fram með góðu salati og jafnvel frönskum kartöflum.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit