Á 642. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 3. mars var lögð fram aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020 varðandi varaafl í stofnunum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 600.000 vegna varaafls í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði og í búsetukjarna að Lindargötu 2, Siglufirði og vísar í viðauka nr. 5/2020 við deild 31250, lykill 4965 og deild 31530, lykil 4965, kr. 300.000 á hvorn lykil, sem mætt er með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmála að hefja viðræður við forstjóra HSN vegna þátttöku og útfærslu á varaafli í Hornbrekku Ólafsfirði.